Ormsstaðir í Breiðdal

Ormsstaðir í Breiðdal er skammt innan við Breiðdalsvík. Jörðin er í eigu og umsjón Skógræktar ríkisins, utan afmarkaðs svæðis neðan þjóðvegar. Aðgengi að veiðisvæðinu er um slóða upp frá þjóðvegi 1, sjá kort. Frá slóðenda er eingöngu fært fótgangandi í veiðisvæðið, sem er um 500 ha að stærð. Veiðisvæðið nær frá brekkubrún og upp í fjallstinda. Tillaga að gönguleið er sýnd sem brotin lína á korti. Svæðið er brattlent og frekar erfitt yfirferðar með djúpum giljum sem skera landið. Fyrir veiðimenn sem koma lengra að eru gistimöguleikar á Hótel Bláfell, Breiðdalsvík, 465 6770, http://www.hotelblafell.is og á Hótel Staðarborg, http://www.stadarborg.is
Nafn: Þór Þorfinnsson
Heimilisfang: Hallormsstaður, 701 Egilsstaðir
Símanúmer 470-2070
GSM 892-3535
Netfang thor@skogur.is