Upplýsingar fyrir nýja landeigendur

Við viljum endilega fá fleiri svæði í sölu hvar sem er á landinu. Hér fyrir neðan er stiklað á helstu atriðum varðandi ný svæði.
  • Öll uppsetning á svæðum í kerfinu er landeigendum að kostnaðarlausu.
  • Austurnet tekur 20% þóknun fyrir hvert selt veiðileyfi gegn því að taka á sig allan rekstarkostnað vegna kerfisins.
  • Öll veiðileyfi eru seld án virðisaukaskatts.
  • Svæðið þarf að vera þekkt rjúpnaland og eignar- eða umráðaréttur þarf að vera staðfestur.
  • Fjöldi veiðimanna á svæði og verð per veiðileyfi eru ákveðin af landeiganda/umsjónarmanni með aðstoð Austurnets. Metin er stærð svæðis varðandi fjölda veiðimanna og reynt að hafa sanngirni með verð. Við viljum ekki að rjúpnaveiðar á góðum svæðum verði einungis sport fyrir hina ríku. Við viljum ekki að veiðimenn verði fúlir yfir að þurfa að deila svæði með allt of mörgum öðrum veiðimönnum.
Nánar er hægt að lesa í þessum bæklingi um hlunnindi.is Þeir sem vilja setja svæðið sitt í sölu geta fyllt út þetta upplýsingaeyðublað um svæðið og sent það á hlunnindi@hlunnindi.is. Í framhaldi af því setjum við svæðið inn í nánara samstarfi við landeiganda.
;