Heiðarlönd ofan Haukadalsskógar
Athygli er vakin á því að önnur veiðisvæði eru aðliggjandi vestan og norðan við svæðið. Veiðimenn eru beðnir um að skoða vel útlínur svæðis á korti og gæta sín að villast ekki yfir á nærliggjandi svæði.
Hægt er að hlaða niður gps hnitum á .gpx formi hér
Veiðisvæðið er 1200 ha á Haukadalsheiði ofan Haukadalsskógar (sjá afmörkun á korti). Mjúkar línur, flatlendi og aflíðandi fjallshlíðar einkenna landslagið. Víðsýnt er af heiðarbrúninni og útsýni fagurt. Heiðarbrúnin og hlíðarnar næst skóginum eru vaxnar birkikjarri, víði og lyngi. Þar er víða ungur og ennþá lágvaxinn barrskógur í uppvexti sem er að hluta innan veiðisvæðis. Þegar norðar kemur á heiðina verður landið hrjóstrugt.
Aðkoma að svæðinu er frá Geysi um veg merktur Haukadalur. Ekið er gegn um skóginn, framhjá kirkjunni í Haukadal og upp á heiðina um veg merktan Haukadalsheiði. Veiðisvæðið er ofan skógarins en veiði er bönnuð í skóginum sjálfum (sjá afmörkun veiðisvæðis á korti). Ofan við afmarkað veiðisvæði er einkaland sem einnig er leigt út til veiðimanna. Eru veiðimenn beðnir að virða útmörk veiðisvæðisins. Skógurinn sjálfur er vinsælt og fjölfarið útivistarsvæði jafnt sumar sem vetur. Veiðimenn eru beðnir að leggja bílum sínum við aðalveginn á Haukadalsheiði en þó þannig að þeir hindri ekki aðra umferð. Akstur á skógarstígum er bannaður. Fjölbreytt og góð þjónusta fyrir ferðamenn og gesti á Haukadalssvæðinu er að finna á Geysi.
Hótel Geysir er við skógarjaðar Haukadalsskógar. Þar geta veiðimenn gist og notið veitinga og úrvals þjónustu, heimasíða: http://www.geysircenter.com. Margskonar þjónusta er í boði á svæðinu og er veiðimönnum bent á að leita upplýsinga á Hótel Geysi (sími: 480 6800, póstfang: geysir@geysircenter.is)
Nafn: | Trausti Jóhannsson |
Heimilisfang: | Skógrækt ríkisins, Gunnarsholti |
GSM | 865-8770 |
Netfang | trausti@skogur.is |